Skilmálar
Mál á gardínum
Þegar við tökum við málum fyrir gardínur gerum við ráð fyrir að um stíf mál inn í glugga (vegg í vegg) sé að ræða nema annað sé sérstaklega tekið fram. Við höfum þá gardínuna með festingum í því máli að frádregnum 2-5mm (fer eftir týpu).
Máltaka á gluggum er alfarið á ábyrgð þess sem málin tekur og ber viðkomandi kostnað við efniskaup á nýjum gardínum eða við endurmjókkun /-styttingu.
Myrkvi ber ábyrgð á málum sem starfsmenn myrkva taka.
Gallar / skemmdir
Myrkvi Gardínuþjónust tekur ekki ábyrgð á gardínum sem koma gallaðar / skemmdar úr búð eða frá framleiðanda.
Ef viðskiptavinur hefur ekki yfirfarið gardínurnar áður en komið er með þær gerum við okkar besta til að koma auga á galla / skemmdir.
Ef minniháttar galli / skemmd kemur í ljós geta starfsmenn myrkva annað hvort látið það sleppa eða reynt að lagfæra gardínuna. Ef áberandi galli / skemmd kemur í ljós höfum við samband við viðskiptavin og ákveðum næstu skref.
Ef gardínur skemmast hjá okkur þá tökum við að sjálfsögðu ábyrgð á því.
Frágangur
Strimlagardínur
Varðandi strimlagardínur þá skilum við strimlabrautum í kassa og strimlunum sjálfum upprúlluðum í poka. þetta er gert til þess að verja strimlana. við göngum frá strimlunum á þann hátt að þeir séu tilbúnir til að smella þeim upp í strimlabrautina með þyngingum neðst og keðjuböndum á milli þeirra. Að ofanverðu er strimlaefninu brett yfir plastpinna og plasthólki rennt yfir sem smellist svo upp í strimlabrautina. Við höfum auka efnið sem brettist yfir pinnann 5cm nema um annað sé samið.
Afgreiðslutími verkefna
hefðbundin bið eftir að gardínuverkefni klárast er frá nokkrum dögum upp í um tvær vikur. að jafnaði yfir árið er um viku bið en á álagstímum eins og á vorin og fyrir jól er líklegt að biðtími geti farið í tvær vikur.
þegar gardínur eru tilbúnar láta starfsmenn myrkva viðskiptavin vita að því gefnu að símanúmer eða tölvupóstfang hafi verið gefið upp þegar komið var með gardínurnar.
Ef gardínur eru ekki sóttar innan nokkura vikna frá því að skilaboð um verklok eru send mun starffólk myrkva láta aftur vita til að minna á. Eftir þessi tvö skilaboð og ef gardínur eru ekki enn sóttar eftir 3 mánuði frá verklokum áskilur myrkvi sér rétt til að losa sig við gardínurnar.
Verð
Verðskrá Myrkva sem birt er á heimsíðunni www.myrkvi.is gildir í öllum tilfellum á þeim tíma sem verk er staðfest/samþykkt eða komið er með gardínurnar.