+ Skref 2: Mæla fyrir gardínunum
Það er ekki hægt að tala um nein ,,venjuleg’’ mál á gluggum. Jafnvel þó gluggar á sama svæði líti út fyrir að vera sömu stærðar þá er oft ekki hægt að treysta á það. Því mælum við með því að mæla hvern og einn glugga nákvæmlega.
Ef að gardínan kemur inn í gluggann þá mælum við með því að mæla þann stað sem gardínan kemur, vegg í vegg. Ef annað er ekki tekið fram þá gerum við ráð fyrir að þessi aðferð hafi verið notuð við mælingar sem við fáum í hendurnar. Þegar kemur að því að mjókka gardínuna drögum við frá nokkra millimetra til að gardínan verði ekki stíf í glugganum og verður það heildarmálið á gardínunni með festingum.
Ef mælingar eru teknar á annan hátt en þann sem lýst er hér að ofan vinsamlegast takið það sérstaklega fram!
Ef eitthvað vafamál er með mælingar endilega hafið samband og fáið upplýsingar eða látið okkur um að taka málin! (sjá verðskrá)